Fara í efni

Samansafnið á Kiðafelli verður opið á Kátt í Kjós

Deila frétt:

Nýjasti gripur safnsins er elsta rafmagnsþvottavél landsins
Á fjósloftinu á Kiðafelli hefur verið komið fyrir fjölbreyttu og skemmtilegu safni gamalla muna sem verðugt væri að líta á. Þar má meðal annars skoða gamlar búvélar, bíla og stríðsminjar, ásamt mörgum öðrum gömlum hlutum sem notaðir voru við landbúnað, sjávarútveg og annað.

Má þar meðal annars nefna einn elsta ísskáp landsins, áfengisbók fyrir karla frá skömmtunarárunum,  hvalskurðarhnífur Halldórs Blöndals,  hermannatjald frá árinu 1942 og nú er nýjasti gripurinn sennilega elsta rafmagnsþvottavél landsins.

Safnið er opið eftir samkomulagi og er vinsæll viðkomustaður í óvissu-og starfsmannaferðum

Safnið er opið frá kl.13-17 á laugardaginn og nánari upplýsingar veittar í símum: 5667051, 8966984,  kidafell@emax.is