Fara í efni

Samningur við Hreinsitækni um tæmingar á rotþróm endunýjaður

Deila frétt:
Frá vinstri: 
Sigríður Klara skrifstofustjóri, Karl Magnús oddviti og Gísli Óskarsson verkefnastjór…
Frá vinstri:
Sigríður Klara skrifstofustjóri, Karl Magnús oddviti og Gísli Óskarsson verkefnastjóri hjá Hreinsitækni ehf

 

Kjósarhreppur hefur uppfært og endurnýjað verksamning við Hreinsitækni ehf. um reglubundna tæmingu á rotþróm í sveitarfélaginu.

Fjöldi rotþróa í sveitarfélaginu er ríflega 600 talsins og skulu þær að jafnaði tæmdar þriðja hvert ár á samningstímanum.
Hreinsitækni sér um tæmingar og kemur seyrunni á förgunarstað að Fíflholtum á Mýrum.

Hreinsitækni ehf var stofnað árið 1976 og býr því yfir rúmlega fjörutíu ára reynslu á sviði hvers kyns hreinsunar, hægt er að kynna sér umhverfisstefnu fyrirtækisins og fleira inn á heimasíðu þess: https://www.hrt.is/is

Samhliða nýjum verksamningi er verið að fara yfir allar skráningar á rotþróm, ástandi þeirra og tæmingarsvæði.
Vert er að benda á að fyrir frístundahús með mikla viðveru, veitir ekki af að vera með amk 3.600 l rotþró eins og fyrir íbúðarhús.

Hér inn á heimasíðunni má finna upplýsingar um fráveitumálin, þ.e. rotþrær og tæmingar,  undir: Kortasjá