Samningur við Mosfellsbæ á sviði félagsmála
03.04.2008
Deila frétt:
Undirritaður hefur verið samningur á milli Kjósarhrepps og Mosfellsbæ um rágjafaþjónustu á sviði félagsmála. Samningurinn felur í sér að starfsmenn fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar annast verkefni á sviði félagsþjónustu, fyrir Kjósarhrepp í samræmi við verklagsreglur aðilanna. Helstu verkefni eru félagsleg ráðgjöf, móttaka og úrvinnsla umsókna um, fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónusta, liðveislu og húsaleigubætur.
Þetta þýðir að íbúar Kjósarhrepps leita beint til fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar varðandi ofangreindra málaflokka.
Hægt er að skoða á heimasíðu Kjósarhrepps samningana og allar samþykktir sem hafa tekið gildi í hreppnum undir “Samþykktir og gjaldskrár”.