Fara í efni

Samþykkt á breytingu aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029

Deila frétt:

Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkti 7. júlí 2021 tillögu á breytingu Aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029.

Breytingin varðar landnotkun í landi Eyrarkots. Í breytingunni felst að breyta landnotkun á hluta landbúnaðarsvæðis í landi Eyrarkots, í verslunar- og þjónustusvæði (2 ha), frístundabyggð (4,8 ha) og íbúðarbyggð (10 ha).

Tillagan var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 8. apríl til 31. maí 2021.

Umsagnir bárust og hafa umsagnir sveitarstjórnar um þær verið sendar þeim sem þær gerðu.

Með vísan til umburðarbréfs Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 28.05.2021, um breytingar á jarðalögum, þá samþykkti Sveitarstjórn þann 1. september 2021, að breyta landnotkun á hluta landbúnaðarsvæðis í landi Eyrarkots, í verslunar- og þjónustusvæði ( 2 ha), frístundabyggð (4,8 ha) og íbúabyggð (10 ha).

Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Kjósarhrepps..

 

Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps