Fara í efni

Samþykkt heimildar fyrir breytingu deiliskipulags og óverulegrar breytingar aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029.

Deila frétt:

Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkti 4. maí 2022 að heimila breytingu deiliskipulags fyrir 4 frístundalóðir til viðbótar við þær sem fyrir eru, í landi Flekkudals á svæði fyrir frístundabyggð F4b.

Sveitarstjórn samþykkti einnig að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Kjósahrepps 2017-2029, til að fyrirhugaðar lóðir falli alfarið undir frístundabyggðina og telur að um óverulega breytingu aðalskipulags sé að ræða, sbr. 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. þ.e. einungis sé um að ræða stækkun aðliggjandi frístundabyggðar F4b um ca. 1,2 he. Úr 19 ha í allt að 20,2 ha, sem heimili 24 lóðir í stað 20 áður og gert sé ráð fyrir að nýta aðkomu og veitukerfi frístundasvæðis sem fyrir er.

Í Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 er svæðið sem færi undir 4 nýjar frístundalóðir skilgreint á landbúnaðarlandi í flokki I. Svæðið er framræst og ræktað og flokkast sem tún og akurlendi (L14.2) í vistgerðarkortlagningu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Engar jarðmyndanir eru á svæðinu sem falla undir sérstaka vernd vistkerfa og jarðminja skv. 61. gr. laga um náttúruvernd og engar þekktar fornminjar eru á svæðinu. Svæðið er á C- hluta náttúruminjaskrár nr. 134. Í stefnu seitarfélagsins í aðalskipulagi segir að svæði sem flokkast sem gott landbúnaarland (flokkur I og II) verði ekki tekið til annarrar landnýtingar sem takmarki matvælaframleiðslu til framtíðar. Nú þegar er búið að leggja aðkomuveg sem nýtist svæðinu og byrjað er að reisa frístundahús austan vegarins. Svæðið er í jaðri þegar raskaðs lands, þar sem núverandi innviðir yrðu nýttir. Því er ekki verið að raska samfelldu landbúnaðarlandi.

Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt breytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Kjósarhrepps.

 

Kjósarhreppi 8. júní 2022

Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps