Saumaklúbbur í 45 ár
28.04.2008
Deila frétt:
![]() |
|
Steinunn,Marta,Hildur,Ásta,Þórdís, Sigrún og Annabella |
Fyrstu 20 árin voru konurnar níu í klúbbnum en síðustu 25 ár hafa þær verið 7 sem haldið hafa hópinn. Eins og gefur að skilja varð þó nokkur fjölgun í sveitinni vegna þessara aðfluttu kvenna, enda reyndust þær frjósamar. Vorið 1967 eignuðustu sjö þessara kvenna börn á tveggja mánaðar tímabili sem rakið var til viðvarandi rafmagnstruflana á haustnóttum 1966. Afkomendur þessa sjö kvenna og bænda þeirra eru nú komnir á annað hundraðið og er þá ótalið stór hópur frá þeim tveimur konum sem gengu úr skaftinu.
