Fara í efni

„Síðasti bærinn í dalnum“

Deila frétt:
„Síðasti bærinn í dalnum“
„Síðasti bærinn í dalnum“

„Síðasti bærinn í dalnum“ er kvikmynd eftir Óskar Gíslason eftir samnefndri sögu Lofts Guðmundssonar blaðamanns. Ein af fyrstu íslensku kvikmyndum í fullri lengd, frumsýnd 1950. Óskar var einn af frumkvöðlum í íslenskri kvikmyndagerð. Sígilt ævintýri um baráttu góðs og ills. 

Sögufélagið Steini stendur fyrir sýningu á þessari landsfrægu bíómynd í Fólkvangi á Kjalarnesi laugardaginn 18. janúar, kl. 16. Núna hefur myndin verið endurunnin og bætt. Allir eru hvattir til að koma og sjá þessa skemmtilegu mynd og styrkja Sögufélagið Steina í leiðinni. 

Sigþór Magnússon fyrrv. skólastjóri og stjórnarmaður Steina flytur inngang að myndinni. 

Frítt fyrir börn. Fyrir fullorðna (18 ára og eldri) 1000 kr. Fyrir hjón 1500 kr. Veitingar í hléi en þær eru innifaldar í aðgangseyri. 

Fyrir hönd Sögufélagsins Steina,

Hrefna S. Bjartmarsdóttir.