Fara í efni

Sigur fyrir umhverfið

Deila frétt:

 

Umhverfisráðherra hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að þorskeldi AGVA í sjókvíum í Hvalfirði skuli ekki gert að sæta umhverfismati. Þetta þíðir að ekki verður af fyrirhuguðu eldi án þess að  umhverfismat fari fram.

Það var krafa sveitarfélaganna við Hvalfjörð ásamt Landsambandi veiðifélaga og samtökum eigenda sjávarjarða sem kærðu niðurstöðu Skipulagsstofnunar.

Í umsögn Kjósarhrepps segir að sveitarstjórn hafi verulegar áhyggjur að þróun mála í Hvalfirði og mögulegar neikvæðar afleiðingar á náttúrulega laxagengd. Stórfelld uppbygging stóriðju, aukin skipaumferð og gengdarlaus uppdæling malarefna af sjávarbotni sé nægileg ástæða til efasemda um að lífríki fjarðarins standist álagið.