Skemmdaverk unnin á Harðbala.
15.09.2008
Deila frétt:
Frá því að nýr vegur var lagður að Laxvogi hefur ítrekað verið reynt að koma í veg fyrir umferð um veginn með því að bera á hann timburrusl og glerbrot. Vegurinn, sem er m.a. ætlaður, samkvæmt staðfestu deiliskipulagi, að vera aðkomuvegur að sumarhúsi á Flóðatanga, sem stendur á landi Kjósarhrepps. Ekkja á níræðisaldri á umrætt
sumarhús og hefur hún fram til þessa farið um gamlan slóða í landi Eyrar, en sá vegur er úr sér genginn og yfir hættulegt brúarhræsni að fara.
Í gær, sunnudag, tóku spellvirkin á sig nýja mynd, auk ruslburðar á veginn var vegurinn grafinn í sundur þannig að fólk ekkjunnar komst ekki um hann.
Skemmdaverkin hafa verið kærð til Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu , sem hefur skoðað vettvang.