Fara í efni

Skemmtifundur kvenfélagsins vel sóttur

Deila frétt:

Kvenfélagskonur í Kjós buðu öllum konum úr Kjósinni að koma á fund til sín í gærkvöldi. Markmið fundarins var að vera með einhvern fróðleik og léttar og góðar veitingar, þó var aðalmálið nú samt sem áður að koma saman og hafa gaman af. Þær sem þáðu boðið höfðu svo sannanlega gaman af, en gestur fundarins var engin önnur en Jónina Ben. Jónína hélt hláturtaugum kvenna lifandi allan tímann á meðan hún kynnti starfsemi sína, svokallaða Detox(hreinsunar) meðferð á Heilsuhóteli Íslands með mjög lifandi og skemmtilegum hætti. En hugtakið „Detox“ er notað yfir meðferðir til að fjarlægja eiturefni úr líkamanum á sem heilnæmastan hátt, en eiturefnin hafa sum safnast upp af völdum umhverfisþátta og mataræðis. Heilsumeðferðin sem hún notar hefur verið þróuð og notuð lengi af pólsku læknunum dr. Dabrowsku og dr. Lemanczyk og borið einstaklega góðan árangur. Í meðferðinni eru skapaðar þær aðstæður í líkamanum að hann hjálpar sér sjálfur, sem auðveldar honum að vinna bug á óheilbrigði, sé það fyrir hendi.
Meðferðin tekur a.m.k. tvær vikur og er dagskráin  einföld og byggist á ákveðnu mataræði, þar sem aðaluppistaðan er grænmeti og ávextir, heilbrigðri hreyfingu (gönguferðir og létt leikfimi), sogæða- og bólgueyðandi nuddi, gufuböðum, hvíld og slökun.

Jónína talaði síðan um alls konar neyslu í föstu og fljótandi formi, sagði konum síðan hreint út hvaða vörur væru hollar og góðar og hverjar væru nánast eitraðar. Svo voru orð hennar áhrifarík, Að heyrst hefur af einum bóndanum hér í sveit sem í morgun ætlaði að fá sér safa úr ísskápnum af gömlum vana. Frúin stoppaði hann snarlega og sagði honum að þennan safa drykki hann ekki lengur því hann væri baneitraður.

Skemmtilega sögu sagði Jónína af sér og einum manna sinna sem var mjög þéttur, en þau voru á leiðinni á grímuball. Hún þurfti að finna á hann grímubúning, ekki gat hún látið hann vera súpermann, þannig að hún saumaði saman 4-5 lök, klippti tvö göt og setti yfir manninn. Hann fékk síðan verlaun fyrir besta búninginn sem nefndist „Vatnajökull“