Skilaboð frá Gámaþjónustunni
26.03.2015
Deila frétt:

Grænar sorptunnur verða tæmdar á morgun, föstudag 27. mars
Í leiðinni verður farið yfir ástand sorptunna.
Ljóst er að margar tunnur hafa látið á sjá eftir endalausa orrahríð við veðrið í Kjósinni, eins og á öðrum þjónustusvæðum Gámaþjónustunnar. Lok hafa skemmst, losnað af og jafnvel heilu tunnurnar horfið.
Baldur, starfsmaður Gámaþjónustunnar, verður með eitthvað af lokum meðferðis en ekki er víst að það dugi. Hann mun fara yfir stöðuna, skrá niður og brugðist verður við eins fljótt og kostur er.
Þökkum skilninginn, Gámaþjónustan ehf