Skipsstrand í Hvalfrði
29.08.2008
Deila frétt:
![]() |
| Gamli Þór á strandstað í Hvammsvík |
Mannlaust skip, hefur losnað af festum í Hvammsvík í Hvalfirði og er komið upp að landsteinum. Skipið sem, er gamla varðskipið Þór hefur verið notað við gerð kvikmyndar undanfarið. Að sögn lögreglunar í Mosfellsbæ hefur Landhelgisgæslunni verið tilkynnt um málið og er verið að gera ráðstafanir til að bjarga skipinu. Versta veður er nú á staðnum og hefur vindhviðum slegið uppí 50 m á sekúndu undir Hafnarfjalli. Að sögn aðila frá kvikmyndafélaginu hefur skipið dregist til um hálfan kílómertra en það lá við þrjú akkeri.
