Fara í efni

Skipulags- og byggingamál í Kjósinni

Deila frétt:

Frá og með 1. október s.l. hafa þær breytingar orðið að pálmar Halldórsson sem verið hefur skipulags- og bygginafulltrú í Kjósinni, mun eingöngu sinna byggingamálum.  Mikil þörf er á að endurskoða stöðu byggingarmála í sveitarfélaginu og mun Pálmar hafa það verkfefni með höndum ásamt öðrum verkefnum byggingarfulltrúa.

Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfræðingur, hefur verið ráðinn skipulagfulltrúi og mun hann sinna skipulagsmálum.

Helena Ósk Óskarsdóttir mun áfram starfa sem sérfræðingur á skipulagssviði.

Síma og viðtalstíma eru nánar auglýstir inná kjos.is 

Með þessum breytingum erum við að bæta  um betur í þjónustu við íbúa og aðra fasteignaeigendur í sveitarfélaginu.

Vakin er athygli á breyttum símatímum, sjá á kjos.is um byggingar- og skipulagsmál