Fara í efni

Skipulagsauglýsing Eyrarbyggðar

Deila frétt:

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:

Deiliskipulag Eyrarbyggðar í landi Eyrar, Kjósarhreppi

Deiliskipulagið nær yfir hluta jarðarinnar Eyri í Kjósarhreppi og nær yfir 8 íbúðalóðir. Lóðirnar eru staðsettar neðan Hvalfjarðavegar og mun tengjast Hvalfjarðarvegi um núverandi vegslóða sem liggur suður frá Hvalfjarðarvegi til norðurs inn á skipulagssvæðið.

Tillagan liggur frammi á skrifstofu Kjósarhrepps, Ásgarði, frá og með 20. desember 2023 til 6. febrúar 2024 og er einnig til sýnis á heimasíðu Kjósarhrepps, www.kjos.is.

Skipulagsauglýsinglýsing-Eyrarbyggð

Eyrarbyggð

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 6. febrúar 2024.

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Kjósarhrepps, Ásgarði, 276 Mosfellsbæ.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Virðingarfyllst,

Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps