Fara í efni

Skoðum sveitina okkar saman!

Deila frétt:

Gengið frá Kiðafellsárósi að Fossá og um Fossárdal, sunnudaginn 12. júní kl. 12.00.

 

Umhverfisnefnd stendur fyrir göngu á Hvítasunnudag, þann 12. júní. Gengið verður með fjörunni frá Kiðafellsárósi að Fossá og um Fossárdal. Í ferðinni gefst færi á að upplifa magnaða náttúru og kynnast dýra- og plöntulífi svæðisins en leiðsögumaður okkar um svæðið verður Björn Hjaltason frá Kiðafelli. Áætlað er að gangan taki um 1,5-2 tíma. Ekkert þátttökugjald er í ferðina. Þátttakendur mæta á eigin bílum og er mæting við Kiðafellsárós (keyrt niður við Fossárdalinn).

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda póst á gyda@sogumidlun.is eða hringja í síma 6987532.

Allir eru velkomnir í ferðina og við vonumst til að sjá sem flesta!

 

Með sumarkveðju,

Umhverfisnefnd Kjósarhrepps.