Fara í efni

Skólar að hefjast

Deila frétt:
Skólar hefjast á ný
Skólar hefjast á ný

Skólasetning

Skólasetning Klébergsskóla verður fimmtudaginn 22. ágúst kl. 8:30.
Skólaakstur barna sem sækja Klébergsskóla hefst föstudaginn 23. ágúst, hér má sjá leiða- og tímaáætlun

Frístundatímabilið 2019 - 2020

Börn og ungmenni fædd 2002 til 2016 eiga rétt á frístundastyrk á tímabilinu frá 1. september 2019 og til 30. júní 2020, foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að kynna sér reglur um frístundastyrk.
Ungmenni sem hafa náð 18 ára aldri sækja sjálf um inná mínum síðum.

Framhaldsskólanemar 

Framhaldsskólanemar í Kjósarhreppi sem stunda nám á framhaldsskólastigi geta sótt um jöfnunarstyrk.  Jöfnunarstyrkur (áður dreifbýlisstyrkur) er námsstyrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu. Allar upplýsingar, reglur og umsóknarferli er hjá Lín
Foreldrar, forráðamenn og ungmenni eru hvött til að kynna sér vel hvaða styrkir eru í boði fyrir framhaldsskólanemendur og grunnskólanemendur