Skörp skil á milli hreppa
26.09.2008
Deila frétt:
Hann er ekki breiður strengurinn á milli Kjósarhrepps og Reykjavíkur þar sem þessi mynd er tekin. Til norðurs gengur Leynidalur úr Blikdal og til suðurs gengur Hrútadalur úr Miðdal og er þessi strengur á milli þeirra. Landamerki og hreppamörk eru eins og vötnum hallar og verða mörkin vart skýrari.
Hér á síðunni er að fara á stað skoðunarkönnun um viðhorf lesenda til sameiningar sveitarfélaga en til stendur að leggja fram frumvarp á Alþingi til lögleiðingar þess að sveitarfélög geti ekki haft færri en 1000 íbúa.
Könnunin er tvískipt, fyrst er spurt um afstöðu til sameiningar og þar með til frumvarpsins og mun hún vera á síðunni í eina viku. Síðan verður spurt hvaða sveitarfélagi lesendum hugnast best að sameinast