Skötuveislan á Þorláksmessu
21.12.2010
Deila frétt:
Kæru Kjósverja og aðrir velunnarar, minnum á skötuveisluna á fimmtudaginn, en nú hafa um 60 manns skráð sig.
Varðandi drykk með skötunni er aðeins vatn í boði en vilji menn annað til að skola henni niður þurfa þeir að hafa hann meðferðis.
Enn er töluvert eftir af gömlum bókum á efri hæðinni í Ásgarði og er fólk hvatt til að skoða hvort ekki eru þar einhverjar bækur sem það hefði áhuga á að eiga og taka með sér, endurgjaldslaust og forða þeim þannig frá þrettándabrennunni.