Fara í efni

Skráning lögheimilis í sumarhús óheimil

Deila frétt:

Margar fyrirspurnir hafa borist til skrifstofu Kjósarhrepps varðandi skráningu lögheimilis í sumarbústaði í hreppnum. Nokkrir einstaklingar hafa fengið skráningu í sumarhús í kjölfar hæstaréttardóms sem kveðinn var upp vegna slíkrar skráningar í Bláskógarbyggð. Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingar á lögum um lögheimili, sem felur það í sér að óheimilt er að eiga lögheimili á skipulögðu svæði fyrir frístundarbyggð.