Skýringar fengnar á gríðarlegri aukningu flúors í náttúrunni

Samkvæmt niðurstöðum umhverfiskýrslu Norðuráls fyrir árið 2007 hefur losun á flúor út í andrúmsloftið verið meiri tvö sl. ár en starfsleyfi fyrirtækisins heimilar. Sama á við um ryklosun. Sjá graf HÉR, sem tekið er úr skýrslunni.
Oddviti Kjósarhrepps óskaði eftir skýrslunum frá Umhverfisstofnun sem hefur eftirlit með að farið sé eftir starfsleyfinu. Um er að ræða skýrslur allt frá árinu 1999 sem almennt ekki eru birtar opinberlega og eru á pdf formi.
Tilefni að beiðni um afhendingu gagnanna var fréttaflutningur af niðurstöðum rannsókna á kindahausum, sem sýndu að magn flúors í þeim var yfir þeim mörkum að hætta sé á skaðsemi þess. Í kjölfarið sendi Norðurál frá sér yfirlýsingu um að misskilning gætti í fréttaflutningnum, og segir m.a.á heimasíðu fyrirtækisins: “Losun flúors, sem annarra efna, hefur ávallt verið innan settra marka”.
Ýmsar upplýsingar koma fram í skýrslunum sem ekki hefur gefist tóm til að skoða og eru þess eðlis að sérfræðiþekkingu þarf til, til að meta þær