Slökkvitæki inn í hvert íbúðarhús í Kjós
15.10.2010
Deila frétt:
Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur ákveðið að afhenda eitt 6l léttvatnsslökkvitæki inn á hvert heimili í hreppnum. Fyrirtækið Eldvörn ehf og Björn Ólafsson munu koma og afhenda tækið og yfirfara þann slökkvibúnað sem fyrir er á næstu vikum.