Slysahætta til staðar á Laxábrú
10.07.2008
Deila frétt:
Ekki fer svo bíll með erlendum ferðamönnum um Laxábrú, án þess að nema staðar við brúnna. Ganga ferðamenn gjarnan út á brúnna til að taka myndir og horfa í strauminn. Vegna þrengsla á brúnni, skapast af þessu veruleg hætta þegar ökumenn bifreiða þurfa að smeygja sér fram hjá ferðamönnum sem oftar en ekki eru á sitthvorum brúarkantinum. Viðruð hefur verið sú hugmynd, við vegagerðina, að byggð verði göngubrú utan á brúnna til að draga úr slysahættu. Planið innan við brúnna er einn þeirra staða, sem hugmyndir eru uppi um að gera að áningastað þar sem komið væri fyrir upplýsingaskiltum fyrir ferðamenn.