Þegar FERLIR var á leið um Sandfellsveg fyrir skömmu virtist augljóst að selstaða væri einhvers staðar nálægt Sandfellstjörninni. Við hana austan- og suðaustanverða er grasmikill flói og svo virtist einnig vera vestan og norðvestan við hana, en melhryggur skilur þar af. Leit var þá gerð við flóann, en án árangurs. Þegar niður var komið og gluggað var í gamlar lýsingar virtist í fyrstu fátt er staðfest gæti ályktunina. Í Jarðabókinni 1703 er getið um jörðina Sogn í Kjós. Þar segir: Framhald