Sögumiðlun nýtt fyrirtæki í Kjós
24.04.2008
Deila frétt:
Nýtt fyrirtæki hefur hafið starfssemi í Kjósarhreppi. Það er fyrirtækið Sögumiðlun ehf. í eigu hjónanna á Borgarhóli þeirra Ólafs J.Engilbertssonar og Gyðu S.Björnsdóttur Sögumiðlun ehf. býður upp á vinnslu sögusýninga frá A-Ö. Það felur í sér heimildavinnu, textagerð, grafíska hönnun, rýmishönnun, myndvinnslu, uppsetningu og gerð kynningarefnis, s.s. bæklinga og boðskorta. Einnig tekur Sögumiðlun að sér viðburðastjórnun og ráðgjöf.
Starfsfólk Sögumiðlunar býr yfir margþættri reynslu og menntun á sviði sagnfræði, leikmyndahönnunar, myndlistar, grafískrar hönnunar og hagnýtrar menningarmiðlunar.
HÉR getur þú skoðað nýja heimasíðu fyrirtækisins