Fara í efni

Sóknarnefndarformaður kveður

Deila frétt:
Reynivallakrikja í Kjós
Reynivallakrikja í Kjós

Sóknarnefndarformaður kveður 

Sigríður Klara Árnadóttir hefur látið af störfum sem sóknarnefndarformaður Reynivallasóknar vegna flutninga úr sókninni. Hún hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna frá árinu 2015.  

Við þökkum henni kærlega sjálfboðin störf sem kirkjuvörður, umsjónarmaður kirkjugarðs ásamt formannsstörfum Reynivallasóknar. Sigríður Klara hefur látið til sín taka á kirkjulegum vettvangi og á hún m.a sæti í Leikmannaráði þjóðkirkjunnar og syngur í kirkjukórnum.  

Sigríður Klara á allar þakkir skildar fyrir óeigingjörn störf í þágu Reynivallasóknar og verður hennar sárt saknað. 

Við biðjum henni blessunar í lífi og starfi. 

Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur og sóknanefnd Reynivallasóknar.