Fara í efni

Sörli heimsótti Adam

Deila frétt:

Á sumardaginn fyrsta fór góður hópur úr Sörla (Hafnarfirði) með hesta sína á kerrum og heimsótti Adamsfélaga í Kjósinni.
Veður var hið besta og var riðið eftir frábærum reiðvegum um hluta Kjósarinnar. 

Lagt var af stað frá Hjalla, þar sem Hermann tók á móti hópnum.
Að Möðruvöllum buðu hjónin Ólöf og Sigurður, hestamönnum í hesthúsið sitt í smá hressingu.
Endað var að Klörustöðum hjá hjónunum Óðni og Sigríði Klöru,  þar grilluðu félagsmenn í Adam ofan í mannskapinn og var matnum gerð góð skil.
Allir skemmtu sé vel enda voru móttökur í alla staði höfðinglegar.
Sörlamenn þökkuðu kærlega fyrir sig. 

  

 

 

Fleiri myndir úr ferðinni má sjá með því að smella hér