Fara í efni

Sr. Arna Grétardóttir nýr sóknarprestur að Reynivöllum

Deila frétt:

 

Frá og með deginum í dag 1. júlí 2016,

eru Kjósverjar og Kjalnesingar komnir með nýjan sóknarprest, sr. Örnu Grétarsdóttur.

 

Fjölskyldan eru þessa dagana að koma sér fyrir á prestssetrinu að Reynivöllum, það tekur tíma að flytja milli landa og er búslóðin væntanleg í næstu viku en sl. 9 ár hefur fjölskyldan búið í Noregi.

 

Formleg innsetning sr. Örnu í embætti mun fara fram að Reynivöllum. Tímasetning hefur ekki verið ákveðin, verður auglýst síðar.

 

 

 Viðtalstímar eru eftir samkomulagi.

Sr. Arna Grétarsdóttir er með netfangið:  arna.gretarsdottir@kirkjan.is 

og GSM: 865-2105

 

Við bjóðum sr. Örnu Grétarsdóttur og fjölskyldu hjartanlega velkomin í Kjósina.

 

Sóknarnefnd Reynivallasóknar