Fara í efni

Sr. Gunnar Kristjánsson snýr aftur

Deila frétt:

 

Enn hefur ekki verið ráðinn sóknarprestur í Reynivallasókn eftir að sr. Gunnar Kristjánsson lét af stöfum vegna aldurs sl. vor.

Sr. Árni Svanur Daníelsson, var ráðinn í afleysingar til áramóta. Hann hefur nú tekið við starfi í Genf í Sviss á vegum Alþjóða Lútherska sambandsins (The Lutheran World Federation) og er fluttur þangað.

 

Biskup Íslands hefur því fengið sr. Gunnar til að sinna hluta af þjónustu næstu tvo mánuði eða svo, á meðan að umsóknarferlið stendur yfir.

 

Fyrsta messa sr. Gunnars á nýju ári  í Reynivallakirkju verður

sunnudaginn 31. janúar, kl. 14:00

 

Búið er að auglýsa embætti sóknarprests á Reynivöllum laust til umsóknar inn á heimasíðu Þjóðkirkjunnar.

Umsóknarfrestur er til 9. febrúar nk.

Skipað verður í embættið 1. mars 2016.

 

Auglýsinguna má sjá inn á slóðinni:

http://kirkjan.is/2016/01/embaetti-soknarprests-a-reynivollum-auglyst-laust-til-umsoknar/