Fara í efni

Starf umsjónarmanns á endurvinnsluplanið laust til umsóknar

Deila frétt:

Magnús Viggó Jónsson, sem hefur haft umsjón með endurvinnsluplani Kjósarhrepps sl. tvö ár, lét að því stafi í byrjun júní til að vinna við þá iðn sem hann hafði valið sér, bifvélavirkjun. Er honum þökkuð vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.

Námsmannavinna hreppsins hefur séð um planið í júní og júlí en þegar störfum þeirra lýkur 1. ágúst þarf að ráða nýjan umsjónarmann. 

 

Kjósarhreppur óskar eftir umsóknum um starfið sem er frá 1. ágúst 2012. Æskilegt er að umsækjandi sé orðinn 20 ára, hafi lögheimili í Kjósarhreppi, sé stundvís, þjónustulipur og samviskusamur.

Opnunartími plansins er á miðviku-, laugar- og sunnudögum frá kl 13-16.

Umsóknum skal skilað á netfangið oddviti@kjos.is fyrir 26. júlí