Fara í efni

Starfsmaður óskast á skipulags- og byggingarsvið Kjósarhrepps

Deila frétt:

Norðan Esju og sunnan Hvalfjarðar er Kjósin, umlukt fjöllum, hálsum, heiðum og hafi. Nafnið sjálft er talið merkja lítinn dal (kvos). Í Kjósarhreppi eru skráðir um 280 íbúar, að auki eru um 600 sumarhús í Kjósinni en þar hafa margir fasta búsetu þó þeir séu ekki skráðir íbúar sveitarfélagsins. Skrifstofa sveitarfélagsins þjónar bæði íbúum og eigendum sumarhúsa. Á skifstofunni starfa fimm starfsmenn.

Töluverð uppbygging er í sveitarfélaginu, bæði sumarhús og íbúðarhús, við slíka uppbygginu þarf öflugt starfsfólk, þess vegna leitum við nú að öflugum starfsmanni til að styrkja Skipulags- og byggingarsviðið okkar. Við bjóðum skemmtilegan vinnustað og möguleika á fjarvinnu að hluta.

Helstu verkefni

 • Úrvinnsla skipulags- og byggingarmála í samstarfi við skipulags- og byggingarfulltrúa.
 • Umsýsla vegna stofnunar lóða.
 • Skráning bygginga.
 • Reikningagerð varðandi skipulags- og byggingarmál.
 • Undirbúningur grenndarkynninga.
 • Undirbúningur nefndarfunda, lögformleg afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Mjög góð íslensku kunnátta, nauðsynleg
 • Menntun sem nýtist í starfi, æskileg
 • Þekking á kerfum eins og One-system og skráningarkerfinu Bygging, æskileg
 • Þekking á skipulagsmálum og stjórnsýslu, æskileg.
 • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð, nauðsynleg
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, nauðsynleg.
 • Hreint sakavottorð.

Starfshlutfall: 60%

Nánari upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri í síma 566-7100 og í netfanginu sveitarstjori@kjos.is

Umsóknarfrestur er til og með 16. Júní 2024, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn berist á sveitarstjori@kjos.is