Stíflað ræsi í farvegi Silungalækjar skapar nýja upplifun
26.10.2007
Deila frétt:
Ræsi á Hvalfjarðarvegi innan við Eyri í Kjós er veitir Silungalæk undir veginn stíflaðist í vatnavöxtum árla morguns sl. fimmtudag. Að sögn vegfaranda er lentu í því að aka veginn í niðarmyrkvi nefndan morgun var það ævintýranleg upplifun að lenda á floti á hefðbundinn akstursleið til vinnu.
Sigurbjörg á Meðalfelli sagði í samtali við kjos.is að hún hefði einskins orðið vör, þar til bifreið hennar hefði tekið að haga sér undarlega á veginum og að vatnsagi dundi á framrúðu bíls hennar. Sigurbjörg gerði sér strax grein fyrir að um hættulegt ástand væri um að ræða og hringdi í eiginmann sinn og bað hann um að tilkynna þetta ástand til viðeiganda yfirvalda. Að sögn Önnu
![]() |
| Óli á Melum alltaf reiðubúinn til að bjarga málum |
