Fara í efni

Stofnfundur Kjósarstofu

Deila frétt:

Stofnfundur Kjósarstofu fór fram mánudagskvöldið 11. apríl. Ólafur J. Engilbertsson gerði grein fyrir hugmyndinni um Kjósarstofu fyrir hönd atvinnu- og ferðamálanefndar og Guðmundur Davíðsson oddviti skýrði frá stuðningi hreppsins við verkefnið. Gert er ráð fyrir að Kjósarstofa fái aðstöðu á efri hæð Ásgarðs. Talsverðar umræður spunnust um möguleika Kjósarstofu og verksvið. Áhugi var greinilega mikill á verkefninu og 21 skráði sig í stofnskrá Kjósarstofu.

 Í lok fundar sagði Þorvaldur Friðriksson frá keltneskum uppruna örnefna í Kjós og víðar á landinu og kom með uppástungur að framþróun ferðaþjónustu á svæðinu. Fram komu nokkrar breytingartillögur við lög Kjósarstofu og verður boðað til framhaldsstofnfundar innan skamms.