Stór skref stigin til velferðar allra Kjósaringa
Einlæg samstaða ríkti á fundi hreppsnefndar Kjósarhrepps þann 10. janúar 2008, þegar teknar voru ákvarðanir um fjölmörg málefni á sviði velferðarmála..
Samþykkt var að taka tilboði sjálfseignarstofnunarinnar Eir vegna kaupa á búseturétti í húsi stofnunarinnar að Hlaðhömrum í Mosfellsbæ. Jafnframt fól hreppsnefnd oddvita að vinna áfram að því að Kjósarhreppur verði aðili að uppbyggingu hjúkrunarheimilis að Hlaðhömrum.
Þá var samþykkt að Kjósarhreppur gerðist aðili að Fjölsmiðjunni, sem er stofnun sem rekin er af öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu ásamt ríkinu. Fjölsmiðjan er menntastofnun sem liðsinnir nemendum á framhaldsskólaaldri sem ekki komast á fjöl í hinu hefðbundna námsumhverfi.
Samningur við Mosfellsbæ, um að velferðarsvið bæjarins taki að sér fyrirsvar f.h. Kjósarhrepps, hverskonar úrlausnarefna á sviði félagsmála, var samþykktur af hálfu hreppsnefndar.
Samþykktar voru með fyrirvara, um gildistöku samnings við Mosfellsbæ, reglur um þjónustu við einstaklinga með skerta starfsgetu og verklagsreglur vegna fyrrgreinds samning við Mosfellsbæ.
Þá voru samþykktar uppfærðar reglur um félagslega heimþjónustu í Kjósarhreppi