Fara í efni

Störf hjá Kjósarhrepp í sumar.

Deila frétt:

Vinna fyrir námsmenn

Vinnumálastofnun hefur úthlutað til Kjósarhrepps þremur störfum fyrir námsmenn 18 ára og eldri nú í sumar í tvo mánuði.   Það er skilyrði að viðkomandi námsmaður hafi verið í námi sl vetur og sé skráður í nám hjá viðurkenndri menntastofnun næsta haust. Vinnutími verður frá kl. 09-16,  mánudaga-föstudaga.

Meðal verkefna er að koma Hreiðari heimska á tölvutækt form, hnitasetja rotrær og fl.

 

Unglingavinnan

Unglingavinnan fyrir aldurshópinn 14-16 ára verður starfrækt í sumar með hefðbundnum hætti. Hún mun hefjast 18. júní og verða næstu fimm vikur á eftir eða til 19. júlí. Mánudaga-fimmtudaga frá kl 10-16.

Helstu verkefnin verða: sláttur, hirðing og hreinsun í kringum Ásgarð og Félagsgarð. Rusl tínt meðfram vegum og strandlengjum og fl.

 

Umsóknareyðublöð má sækja hér fyrir námsmenn og  fyrir unglingavinnuna.  Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skila inn umsókn á skrifstofu Kjósarhrepps fyrir 26. maí 2012