Fara í efni

Stóri plokkdagurinn

Deila frétt:
Stóri plokkdagurinn
Stóri plokkdagurinn

Stóri plokkdagurinn

Stóri plokkdagurinn verður haldin á Degi umhverfisins 25. apríl næst komandi og hvetur Kjósarhreppur og umhverfisnefndin íbúa og sumarbústaðareigendur í Kjósinni til að taka þátt. Veðurguðirnir virðist ætla að leika við okkur þennan dag.

Plokk í Kjós

Að plokka gefur fólki tækifæri á að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Það er tilvalið í samkomubanni þar sem auðvelt er að virða tveggja metra regluna.  Að plokka fegrar umhverfið en það er víða sem náttúran er illa sett af plasti og rusli ýmiskonar eftir stormasaman vetur.

Plokk á íslandi bendir á nokkur góð heilræði fyrir helgina

- Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa 
- Klæðum okkur eftir veðri 
- Notum hanska, plokk tangir og ruslapoka
- Hver á sínum hraða og tíma
- Frábært fyrir umhverfið 
- Öðrum góð fyrirmynd 

Plokk á Íslandi er hópur einstaklinga sem bera virðingu fyrir umhverfinu og hafa það sem áhugamál að fara um illa hirt svæði og þrífa þar upp plast, pappa og annað rusl sem fallið hefur til frá íbúum, framkvæmdum eða þungaflutningum innan marka sveitarfélaga, á girðingum og í skurðum á víðavangi og síðast en ekki síst við strendur landsins. Hópurinn á sérsvæði á Facebook

Facebook síðu Plokk Á Íslandi

Gámaplanið er opið frá kl. 13:00 - 16:00