Fara í efni

Sumarstörf námsmanna styrkt af Vinnumálastofnun.

Deila frétt:
Kjósarhreppur
Kjósarhreppur

Sumarstörf námsmanna styrkt af Vinnumálastofnun.


Kjósarhreppur auglýsir eftir umsóknum um sumarstörf námsmanna sem eru í framhaldsnámi og eru milli námsanna. Verður tekið mið af stuðningi Vinnumálastofnunar en Vinnumálastofnun stýrir átaki Ríkisstjórnar Íslands um tímabundna fjölgun starfa fyrir námsmenn.

Hreppurinn hefur fengið styrk til að ráða tvo námsmenn til tveggja mánaða á tímabilinu 1. júní til loka ágúst. Störfin geta verið falin í umsjón með störfum annara sumarstarfsmanna, skráningu og flokkun á bókasafni og skjalasafni hreppsins og ýmis störf við viðhald girðinga o.fl.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Karl Magnús Kristjánsson, oddviti í síma: 566 7100 eða í tölvupósti: kjos@kjos.is
Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

Umsóknir þurfa að berast fyrir 26. maí næstkomandi á netfangið kjos@kjos.is