Sumarvinna hjá Kjósarhreppi
Vinna fyrir námsmenn
Vinnumálastofnun hefur úthlutað til Kjósarhrepps tveim störfum fyrir námsmenn 18 ára og eldri nú í sumar í tvo mánuði. Vinnan hefst 2. júní og lýkur 31. júlí Það er skilyrði að viðkomandi námsmaður hafi verið í námi sl vetur og sé skráður í nám hjá viðurkenndri menntastofnun næsta haust. Vinnutími verður frá kl. 09-16, mánudaga-föstudaga. Ath. aðeins er um tvö störf að ræða.
Unglingavinnan
Unglingavinnan fyrir aldurshópinn 14-16 ára verður starfrækt í sumar með hefðbundnum hætti. Hún mun hefjast 18.júní og vera til 19. júlí báðir dagar meðtaldir. Mánudaga-fimmtudaga frá kl 10-16. Möguleiki á aukavinnu í kringum Kátt í Kjós.
Helstu verkefnin verða: sláttur, hirðing og hreinsun í kringum Ásgarð og Félagsgarð, gróðursetning trjáa. Tína rusl meðfram vegum, strandlengjum og fl.
Umsóknareyðublöð má sækja hér fyrir námsmenn og hér fyrir unglingavinnuna og senda útfyllt ásamt umbeðnum gögnum til skrifstofu Kjósarhrepps fyrir 20. maí 2014