Fara í efni

Sunnudagskvöld kl. 20 - Kertamessa í Reynivallakirkju

Deila frétt:

 

Allra heilagra messa er dagur minninga og þakklætis.

Þennan dag verður kvöldmessa kl. 20 í Reynivallakirkju.

Þar syngjum við ljúfa sálma, rifjum upp góðar minningar og íhugum sorgina.
Í messunni verður bænastund þar sem færi gefst á að kveikja á kerti til minningar um ástvini.

Sr. Árni Svanur Daníelsson þjónar, Páll Helgason organisti leikur
og félagar úr Kirkjukór Reynivallakirkju leiða söng.

 

Athugið breyttan messutíma.

 

Ef veður leyfir verður farið út í kirkjugarð að messu lokinni.