Fara í efni

Sveitabúðin Matarbúrið að Hálsi í Kjós

Deila frétt:
Frétt af bbl.is
 
Þórarinn og Lisa innanbúðar í Matarbúrinu. Laugardaginn 11. apríl sl. dró til tíðinda í Kjósinni þegar bændurnir að Hálsi hófu verslunarrekstur á bænum þar sem ætlunin er að selja afurðir beint til neytenda. Að Hálsi er rekið félagsbú þar sem nautgriparækt er í fyrirrúmi en að auki er þar stunduð verktaka, jarðvegssala og ýmiss konar heimaframleiðsla.

 Laugardaginn 11. apríl sl. dró til tíðinda í Kjósinni þegar bændurnir að Hálsi hófu verslunarrekstur á bænum þar sem ætlunin er að selja afurðir beint til neytenda. Að Hálsi er rekið félagsbú þar sem nautgriparækt er í fyrirrúmi en að auki er þar stunduð verktaka, jarðvegssala og ýmiss konar heimaframleiðsla. Á búinu eru eingöngu holdakýr og allir gripir flokkast því í úrvalsflokk.

Verslunin að Hálsi fór vel af stað og mættu um 30 manns á fyrsta degi. Hún er opin föstudaga 16-20 og laugardaga og sunnudaga 14-20