Fara í efni

Sveitamarkaður á "Kátt í Kjós"

Deila frétt:

Sveitamarkaður verður í Félagsgarði á opnum degi. Þá verður kátt í Kjós. Margir þekkja Félagsgarð undir nafninu Drengur. Heimamenn verða með vörur sínar til sölu og freista gæfunnar. Kvenfélagskonur verða með nýbakaðar rjómavöfflur og kaffi á kjarakjörum og ávaxtasafa fyrir börnin og að vanda rennur ágóðinn til góðgerðarmála. Biobú verður með kynningu á lífrænt framleiddum mjólkurvörum  og Mjólka mjólkurvörum framleiddum af sjálfstætt starfandi mjólkurbúi. Nautakjötsframleiður kynna úrvals nautakjöt.