Sveitamarkaður og kvenfélagskaffi í Félagsgarði
Í Félagsgarði, félagsheimili Ungmennafélagsins Drengs, verður sveitamarkaður og kynningu á ýmsum framleiðsluvörum. Meðal þess sem verður í boði er prjónavara, handverk, listmunir, lifandi tónlist og margt fleira. Matarbúrið á Hálsi, Mjólka og Bansi á Heiðabæ og fleiri verða með vörur sínar á boðstólnum og Kvenfélag Kjósarhrepps verður með veitingasölu.
Í sölubásum er ekki tekið við kortum en hægt verður að taka út reiðufé á staðnum gegn framvísun greiðslukorts. Þar verður eignig Kjósar- og Hvalfjarðarkortin fáanleg.
Frá hestammannafélaginu Adan koma verlaunahafar af Fjórðungsmóti vesturlands með hesta sína og sýna valda takta og teymt verður undir börnum. Hrossaræktin á Þorláksstöðum verður með folaldshryssu og stóðhest. Íslenskar hænur og geiturnar verða sýndar og Íslandsmeistaramótið í heyrúlluskreytingum fer fram á Laxárnestúninu. Upplysingar um það er hægt að nálgast hér neðar á síðunni.
Gríðarleg aðsókn var í Félagsgarð á síðasta ári og er gert ráð fyrir mikilli umferð líka núna.
Gestum er bent á að hægt er að leggja bílum á Laxárnestúnið fyrir innan Félagsgarð.
Upplýsingar um markaðinn hjá Sigurbjörgu 8695680 og meðalfell@emax.is
Upplýsingar um útistarfsemina hjá Sigurbirni s.8966984 kidafell@emax.is