Fara í efni

Sveitarstjórnarkosningar 29. maí

Deila frétt:

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 24. maí næstkomandi. Að afloknum kosningum skipta nýkjörin hreppsnefnd með sé verkum og kýs í nefndir sem starfa innan sveitarstjórnirnar.

Til skamms tíma voru hreppsnefndarkosningar í Kjósarhreppi óhlutbundnar þ.e.a.s. að ekki voru bornir fram listar, heldur völdu kjósendur einstaklinga, með því að rita nöfn þeirra á kjörseðilinn. Nöfn þeirra fimm sem oftast voru skráðir á kjörseðilinn sem aðalmenn hlutu kosningu í hreppsnefnd. Kostur þeirra aðferðar er að þeir einstaklingar sem mest traust njóta ná kosningu. Að jafnaði er meiri eining innan hreppsnefndar þegar þessari aðferð er beitt. Gallinn er hinsvegar sá að ekki liggur fyrir nein stefnumörkun eða áhersluatriði. Jafnframt geta einstaklingar náð kjöri sem ekki hafa áhuga á að starfa á þessum vettvangi.

Við síðastliðnar tvennar kosningar var viðhöfð hlutbundin kosning. Þá voru boðnir fram tveir listar: Á-listi og K-listi. Þegar viðhöfð er hlutbundin kosning, en það er sú aðferð sem flestir þekkja t.d. við alþingiskosningar, raða félög eða hópur fólks upp einstaklingum á lista. Við kosningu tekur síðan hinn almenni kjósandi afstöðu til hvaða lista hann vill styðja en getur ekki haft áhrif á  aðra lista sem í framboði eru. Við þessa aðferð verða gallar persónukjörsins kostir og kostir gallar.

 SH