Sýslumörk Kjósarsýslu og Borgarfjarðarsýslu
27.02.2008
Deila frétt:
Úr fundargerðarbók hreppsnefndar Kjósarhrepps 3. apríl 1929
Út af breytingu á fjallskilareglugjörð Borgarfjarðarsýslu dags.8. júní 1928, þar sem gjörð er sú breyting að leitarmörk til Hrafneyrarréttar að sunnan, verða nú landamerki Stóra-Botns frá Kvígindisfjalli til sjávar,í stað þess að áður réði leitarmörkum, Stóra-Botnsá frá Hvalvatni til sjávar. Vill hreppsnefnd Kjósarhrepps leyfa sér að mótmæla þessum breytingum og krefjast þess að allt land sunnan Stóru-Botnsár verði eins og áður var, smalað til Kjósarréttar. Með því lítur hún svo á að takmörk Kjósarsýslu og þar með Kjósarhrepps séu við Stóra-Botnsá.