Fara í efni

Tæming rotþróa 2019

Deila frétt:
Kort af rotþróalosun
Kort af rotþróalosun

Rotþrær sem eru rauðlitaðar verða tæmdar á þessu ári, en almenna reglan er að tæma rotþró á 3ja ára fresti. Fyrirtækið Hreinsitækni sem sér um tæmingar á rotþróm í Kjósinni mun hefja vinnu sína í fristundasvæðinu Valshamri næsta mánudag 20. maí og liggur leiðin þaðan áfram á næstu rauðu svæði.

Allar nánari upplýsingar veitir Gísli hjá Hreinsitækni, s: 567-7090

Athygli er vakin á að blautþurrkur eru vaxandi vandamál í fráveitumálum almennt  og hefur tæmingarbúnaður verktakans ekki farið varhlutann af því.

Hugsum okkur um áður en við hendum hverju sem er í klósettið:  https://www.veitur.is/sturtum-skynsamlega-nidur

Karl Magnús oddviti