Takið þátt í könnun um Kjósarrétt
23.11.2007
Deila frétt:
Hér á síðunni til hægri er farin á stað könnun um viðhorf lesenda til uppbyggingu Kjósarréttar. Mjög mikilvægt er að þátttakendur taki yfirvegaða afstöðu til verkefnisins þannig að raunverulegt viðhorf komi fram. Innan hreppsnefndar eru uppi mjög mismunandi viðhorf gagnvart verkefninu. Fyrir liggur að steypa réttarinnar er ónýt og ekkert býður hennar en að verða fjarlægð. Samkvæmt lauslegu kostnaðarmati mun endurbygging réttarinnar í upprunalegu formi kosta tæpar 7 milljónir króna. Fyrir liggur að réttin verður ekki notuð sem fjárrétt nema að litlum hluta, en réttin er heimild um atvinnusögu sveitarinnar og hefur gildi sem slík.