Fara í efni

Taktu þátt í að byggja upp vörumerki fyrir svæðið þitt

Deila frétt:
Staupasteinn í Kjós. Steinninn var friðlýstur 1974, er einnig þekktur undir nöfnunum: Prestasteinn, …
Staupasteinn í Kjós. Steinninn var friðlýstur 1974, er einnig þekktur undir nöfnunum: Prestasteinn, Steðji, Karlinn í Skeiðhóli og Skeiðhólssteinn.

Fréttatilkynning

Vinna gengur vel í upphafi hönnunar ferðaleiðar um Hvalfjörð og Akranes. Nú köllum við eftir þátttöku íbúa, fyrirtækja og velunnara svæðisins í fyrstu spurningakönnun um svæðið sem ferðaleiðin tengist. Tilgangur þessarar fyrstu könnunar er að fanga anda ferðaleiðarinnar og finna sérstöðu hvers svæðis. Á þeim gögnum sem safnast í könnuninni byggjum við ímyndavinnu og þemu leiðarinnar. 

Verkefnið er samstarfsverkefni Markaðsstofu Vesturlands, Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar og Kjósarhrepps. Verkefnið er eitt af áfangastaðaverkefnum Vesturlands og áætlað er að leiðin opni árið 2021. 
Verkefninu er ætlað að byggja upp vörumerki fyrir svæðið sem nýtist í kynningu og markaðssetningu svæðisins. Það er því mikilvægt að allir sem áhuga hafa á framþróun ferðamála á svæðinu taki þátt og leggi sitt af mörkum. 

Könnunin er rafræn og má nálgast hana í gegnum eftirfarandi vefslóð: 

https://us9.list-manage.com/survey?u=3edb27e539958a7e9c6a4bf3a&id=c783e2b09a

Könnuninn verður opin frá föstudeginum 17. apríl til þriðjudagsins 21. apríl.
Svör þátttakenda eru ekki rekjanleg.

Við hvetjum alla sem eru búsettir, starfa eða hafa tengingu við svæðið að taka þátt! 
Svæðið sem um ræðir er Akranes, Hvalfjarðarsveit og Kjósarhreppur.

Ef einhverjar spurningar vakna eða ferðaþjónar vilja koma á framfæri vilja til þátttöku í verkefninu eða nánari upplýsingum má alltaf senda fyrirspurn á thelma@westiceland.is