Þakklæti frá menningarmálanefnd
15.10.2007
Deila frétt:
Nefndin vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að undirbúningi „Kátt í Kjós“og tóku þátt í opnum degi í Kjós. Dagurinn var einstaklega vel heppnaður og þátttaka og gestafjöldi fór fram úr björtustu vonum. Opinn dagur í Kjós var stórátak og hefði ekki verið framkvæmanlegur nema með mikilli, samhentri vinnu íbúa í hreppnum.
Birna Einarsdóttir
Sigurbjörg Ólafsdóttir
Steinunn Bjarney Hilmarsdóttir