Þekking heimamanna utan áhrifasvæða efnistökunnar
Fjölmargar athugasemdir voru gerðar við frummatsskýrslu Björgunar ehf. vegna efnistöku af botni Hvalfjarðar. Í endanlegri matskýrslu er gerð grein fyrir athugasemdunum og þeim svarað. Margar athugasemdirnar viku að gríðarlegu auknu landbroti og að sandfjörur hafa horfið í fjölfar þess að uppdæling undan strönd Hvalfjarðar hófst.
Fram kemur í matsskýrslunni að: „á kynningarfundum sem haldnir voru á Kjalarnesi og í Kjós vegna efnistöku Björgunar, sem og í athugasemdum sem borist hafa í matsferlinu öllu, er ljóst að heimamenn búa yfir mikilli þekkingu á þróun strandsrofs á Kjalarnesi og í sunnanverðum Hvalfirði. Í athugasemdum við frummatskýrslu sem og á kynningarfundunum var kvartað yfir því að þessi vitneskja heimamanna skyldi ekki vera nýtt í þessari matsvinnu til að varpa skýrari mynd á þróun strandrofs í sunnanverðum Hvalfirði og á Kjalarnesi í gegnum tíðina“.
Síðan segir m.a.: "Ástæða þess að umfjöllunin er ekki ítarlegri en raun ber vitni og ekki er unnið úr vitneskju heimamanna er einkunn sú að Björgun taldi að ekki væri ástæða til að ætla að áhrifa gætti í fjörum vegna efnistöku Björgunar í sjó".
Matskýrslan í heild HÉR