Fara í efni

Þorláksmessuskatan í Félagsgarði - muna að panta í dag !

Deila frétt:

 

Ertu búin(n) að skrá þig ?

 

Hin árlega skötuveisla Kjósarinnar verður

í Félagsgarði á Þorláksmessu

miðvikudaginn 23. desember kl. 13.

Eins og í fyrra er það Veisluhúsið í samstarfi við Kjósarhrepp sem stendur fyrir veislunni. 

Boðið verður upp á vel kæsta skötu, tindabikkju og saltfisk með tilheyrandi fitu og floti ásamt meðlæti s.s. heimabökuðu rúgbrauði, smjöri, kartöflum, rófum o.þ.h.

Aðgangseyrir er 1.500 kr á mann fyrir hlaðborðið, frítt fyrir 12 ára og yngri. 
Greitt er við innganginn, posi á staðnum og barinn opinn.

Vinsamlega virðið að tilkynna þarf þátttöku þannig að örugglega verði nóg handa öllum.

Tekið er á móti pöntunum til hádegis mánudaginn 21. desember í símum: 772 3285 (Sunníva), 823 6123 (Syrrý) og 566 7100 (Skrifstofa Kjósarhrepps). 
Einnig er hægt að panta á netfangið: felagsgardur@gmail.com