Fara í efni

Þorrablótið 2015 - miðapantanir í dag

Deila frétt:

Í dag, fimmtudaginn 22. janúar, verður hægt að panta miða á

Þorrablót Kvenfélags Kjósarhrepps 2015.
Milli kl. 16 og 17:30 í síma 566-7028. Marta í Káranesi
Miðarnir verða síðan afhentir í Félagsgarði föstudaginn 23. janúar kl. 16-19. Posi á staðnum. Vinsamlega nálgist miðana á auglýstum tíma. Miðar ekki afhentir við innganginn.
Aðsóknin er mikil þannig að það er um að gera að tryggja sér miða hið snarasta áður en það verður uppselt.

Veislustjóri verður hinn eini sanni "Landa-fjandi": Gísli Einarsson.
Það fréttist af kvenfélagskonum á sveimi um síðustu helgi í óvæntum heimsóknum hjá sveitungunum með upptökuvél.
Það vakti athygli þeirra að fáir nýbúar voru heima við - skyldu þeir hafa frétt af þeim ?